<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 19, 2004

hallajonsdiary flytur!!!! já hef ákveðið að flytja mig yfir á íslenskt bloggsvæði og styðja það..vona að fólk kíki á það við tækifæri en nýja slóðin er: http://www.blog.central.is/hallajons þannig að sjáumst þar hress og kát.

kveð hér og sjáumst þar...

See Ya

mánudagur, október 18, 2004

héðan er bara allt fínt að frétta nema svo sem eitthvað kvebb að angra mig og ákvað því að vera bara heima í dag...enda hlýtur að vera eitthvað að ég svaf eiginlega til kl hálf tvö..fyrir utan klukkutíma þar sem ég vaknaði til að fá mér að borða..svo ég hefði orku í að sofa meira! Sneezy Annars fylgir þessu líka hausverkur og huggulegheit.
Helgin var alveg ágæt fyrir utan kvebbið og hóstann...á laugardag var farið í smá gönguferð og skoðað nýja nágrennið okkar hér í Hafnarfirði, það er sko ekki slæmt útsýni sem er hér og nýt ég þess í botn alveg. Eftir það var farið með restina af ruslinu sem var síðan við fluttum..og var geymt útá svölum hehe síðan brunuðum við til foreldra minna og slöppuðum þar af í góðu yfirlæti og fengum gott að borða jammsí kjammsí. Í gær var síðan reynt að koma sér betur fyrir hérna og bækur settar uppí hillu þannig að það er hægt að taka á móti gestum núna....ef fólki finnst of langt að koma í heimsókn þá er hægt að fá að gista hehe

Dreaming

En jæja best að fara að slappa af...helv..slappleiki eitthvað hérna en vonandi næ ég að fara í vinnuna á morgun þar sem margt spennandi er að gerast þó svo ég viti að því verður reddað ef ég mæti ekki.
kveð í bili og njótið dagsins

fimmtudagur, október 14, 2004

jæja það er orðið langt síðan ég skrifaði hér síðast....en svo sem ástæður fyrir öllu..eitthvað af því kemur fram á hinni síðunni minni en það stóðu yfir flutningar og var það mikið fjör og gaman. Er flutt á meiriháttar stað að mínu áliti að minnsta kosti hehe er með eðalútsýni yfir reykjavík, hafnarfjörð og fleiri staði Cottage Annars er nú ýmisslegt eftir að gera hérna en það kemur allt í rólegheitum bara enda hef ég nægan tíma.
Það var þessi fína veisla hér í gær en undirrituð varð víst ári eldri Chompy og var hér um 17 manns held ég bara og mikið gaman og hef ég nú smá afganga fyrir daginn í dag..kannski ég ætti að fara að fá mér svona smá fyrir svefninn híhí Annars fékk nú svona margt flott í afmælisgjöf meðal annars kaffivél þannig að núna er hægt að fá kaffi þegar fólk kemur í heimsókn....trédagatal, ilmkerti, bambusblóm, blómvendi, glas, freyðivín og videóspólur með Garfield Petting ógesslega cool enda var horft á það í gærkvöldi þegar gestirnir voru farnir. En jæja best að hætta þessu í bili og gera eitthvað annað...t.d fá sér köku Dizzy


föstudagur, september 24, 2004

ja nu vandast malin...er bara med utlenska stafi og nenni ekki ad finna tha islensku! En er stodd i Finnlandi eins og er og verd eg ad segja ad thetta hefur verid bara helv...fin ferd. Hef verid ad heimsaekja ymsa stadi sem eru med starfsemi fyrir fatlada og hvernig kerfi er her i landi thad er Finnlandi! :) I dag forum vid til Tallinn i Eistlandi..(eg er buin ad vera med lithaen a heilanum fannst eg alltaf vera af fara thangad en svo var ekki). Thar skodudum vid thjalfunar og endurhaefingastod og var hun bara rosalega flott! Tallinn er lika flott borg og forum vid i svona skyndiskodunarferd hehe varla ad mar nadi ad pissa!! thvilur hradi a fararstjoranum. En ja hvad skal segja meira...er nuna med halftima i tolvu og er audda ad skoda formulufrettir...og tharf ad athuga a morgun hvar eg get horft a formulu a sunnudagsmorgun..geri thad a morgun komst ad thvi adan ad thad er pobb her rett hja sem heitir Sports academy sem er med beinar utsendingar....en finnar eru skrytnir!! their halda ekki med Kimi afthvi ad thad gengur illa!! iss finnst thad nu lelegt og engar formulu vorur til herna! en jaeja laet thetta duga i bili og bid ad heilsa ollu...Halla filakona aetlar ad fara ad sofa (er med tifalda faetur!!!)....her er komin nott enda vaknar mar kl half sex vid vinnuvelar...otrulegt onaedi herna a morgnana fyrir utan gluggann...og finnar byrja ad vinna of snemma ad minu mati!!!! og hana nu og kitos! (sem thydir takk!) kvedja og moi moi (held thad thydi hallo eda hae hae! :) eda bae bae lika....Halla filakona! ;)

föstudagur, september 10, 2004

gleymdi að setja link á NNF og næ ekki að laga það..helv...drasl bara

ekki hefur nú verið mikið um sund í þessari viku..enda svo sem mikið annað í gangi..á mánudag var ég pirruð vegna eignaskiptasamnings íbúðar minnar þar sem vinnsla er stöðvuð vegna athugasemda meðeiganda míns og ég ekki látin vita af því...þriðjudagur var fundur bæði kl 17 og kl 20 þannig að nóg að gera þann daginn og á miðvikudag þá átti ég von á fasteignasala til að meta íbúðina mína og þurfti aðeins að þrífa áður en hann mætti á svæðið og það tók nú á þannig að ágæt líkamsrækt þar svo sem...fimmtudagur þá var lögfræðingur eftir vinnu og farið í sorpu og síðan að fá lykla hjá Hafþóri vini mínum en hann fór til bandaríkjanna í dag í nokkra mánuði og já í dag föstudag var ég á ráðstefnu NNF og það var til kl 17 í dag og þá fór ég á kaffihús með vinnufélögum mikið gaman og kom heim núna um sjö þannig að ekkert sund og bara framhald af ráðstefnu á morgun jibbí jey..en kannski sund þar á eftir hmmm skoða það.... þangað til næst adios
House 3
fimmtudagur, september 02, 2004

jæja ég afrekaði sundtíma númer 2 í vikunni þannig að er nú kannski á réttri leið..það tók nú smá tíma að finna sundkortið mitt en fannst að lokum sem betur fer..ekki margir tímar eftir þar en það munar um allt saman..ekki spurning! Þannig að núna tók ég aðeins meiri sprett en síðast en þetta er niðurstaðan:

Þannig að í dag voru þetta 500 metrar og svo var teygt á stirðum vöðvum á eftir...

Synchronized Swimming

kveð í dag og adios


mánudagur, ágúst 30, 2004

þá kom að því að ég nennti að drulla mér í sund aftur..algjör letihaugur!! Lazy en annars synti ég nú bara rólega núna enda er mar komin úr því litla formi sem mar var að komast í hehe eða lét sig dreyma um að væri að komast í líklega er það réttara...en annars synti ég þetta í dag:

Þannig að mar fór ekki einu sinni 500 metrana en geri það næst....gleymdi svo sundkortinu mínu í geymsluboxinu í sundlauginni...en það fannst og ætla þær að geyma það fyrir mig! enda eins gott átti alveg slatta eftir af því.

Annars var dagurinn ágætur bara...nóg að gera í vinnunni og var ég meðal annars í eldhúsinu í dag og svei mér þá ég afrekaði það að brenna ora fiskibollur í dós..þ.e var að sjóða þær! veit ekki hvernig ég fór að því en það tókst bara ágætlega..neðstu bollurnar voru fastar í botninum..hlýtur að vera potturinn híhí

Ha Ha

en þangað til næst...adios
GoodbyeThis page is powered by Blogger. Isn't yours?

Free Hit Counter
Counters